Innlent

Snarpur jarðskjálfti á Suðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Upptök skjálftans eru skammt suður af Hveragerði.
Upptök skjálftans eru skammt suður af Hveragerði. Vísir/Viilhelm

Snarpur jarðskjálfti mældist á Suðurlandi og eru upptök hans skammt suður af Hveragerði og á átta kílómetra dýpi. Samkvæmt fyrstu mælingum mældist skjálftinn 3,9 stig. Örfáir mikið minni eftirskjálftar hafa einnig mælst.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands varð skjálftinn í rúmlega 4,5 kílómetra fjarlægð frá Hveragerði, á sprungu á milli Hveragerðis og Selfoss. Nánar tiltekið á Suðurlandsbrotabeltinu.

Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá íbúum víða á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×