Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 19:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá til Reykjavíkur og á hún að lenda um klukkan átta. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur og á hún að lenda nú um áttaleytið. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að ákveða hvert framhaldið hjá öðrum farþegum verði. Til greina kemur að hópurinn fari aftur til Reykjavíkur, haldi áfram til Akureyrar eða verði lengur á Blönduósi. Í rútunni var hópur háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Allir farþegar rútunnar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Blönduósi. Áverkar annarra sem lentu í slysinu voru metnir af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Hjálmar segir ástandið á hópnum þokkalegt miðað við aðstæður. Um sé að ræða háorkuslys þar sem fólk er í miklu sjokki eftir á og gæti þurft að leita sér aðstoðar. Hann segir fólk eiga kost á aðstoð vegna slyssins, sama hvort það sé þegar í stað eða á næstu dögum. Að sögn Hjálmars gengur vinna á vettvangi samkvæmt áætlun en erfiðar aðstæður voru á vettvangi. Þjóðveginum var lokað í kjölfar slyssins, sem var um klukkan fimm í dag, og var hann opnaður á ný um klukkan sjö í kvöld. Húnavatnshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur og á hún að lenda nú um áttaleytið. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að ákveða hvert framhaldið hjá öðrum farþegum verði. Til greina kemur að hópurinn fari aftur til Reykjavíkur, haldi áfram til Akureyrar eða verði lengur á Blönduósi. Í rútunni var hópur háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Allir farþegar rútunnar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Blönduósi. Áverkar annarra sem lentu í slysinu voru metnir af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Hjálmar segir ástandið á hópnum þokkalegt miðað við aðstæður. Um sé að ræða háorkuslys þar sem fólk er í miklu sjokki eftir á og gæti þurft að leita sér aðstoðar. Hann segir fólk eiga kost á aðstoð vegna slyssins, sama hvort það sé þegar í stað eða á næstu dögum. Að sögn Hjálmars gengur vinna á vettvangi samkvæmt áætlun en erfiðar aðstæður voru á vettvangi. Þjóðveginum var lokað í kjölfar slyssins, sem var um klukkan fimm í dag, og var hann opnaður á ný um klukkan sjö í kvöld.
Húnavatnshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42