Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 17:01 Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar og björgunarsveitarmaður, segir flugvöllinn vera hagsmunamál alla sem ferðist um á svæðinu. Facebook Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“ Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59