Ráðuneytið ber ábyrgð á uppbyggingu innanlandsflugvalla Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 14:08 Upplýsingafulltrúi Isavia hefur svarað gagnrýni formanns byggðarráðs Blönduósbæjar þar sem hann sagði Isavia ekki sinna nauðsynlegu viðhaldi flugvallar bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur. Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44