„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 12:56 Hertogahjónin af Sussex lögðu undir sig forsíður blaðanna í morgun. Vísir/getty Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30
Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53