Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 17:06 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira