Lífið

Eldri kona í náttkjól bauðst til að aðstoða pikkfastan Gulla Helga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli komst að lokum í vinnuna.
Gulli komst að lokum í vinnuna. vísir/vilhelm

Gulli Helga sat fastur í smáföl í Breiðholti á leiðinni til vinnu eldsnemma í morgun og heyrði hann í þeim Heimi Karlssyni og Þráni Steinssyni samstarfsmönnum sínum í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Sko, strákar þetta er svolítið lúmskt og virtist ekki vera neitt þykkur skafl en svo er það sem gerist, sem er klaufaskapur í mér, er að ég gleymi að taka spólvörnina af bílnum og hann sest bara niður og það er svell undir,“ sagði Gulli Helga sem var á línunni í Bítinu í morgun.

„Ég er ekki á nöglum því það er svo vistvænt en það er líka ástæðan fyrir því að ég er fastur. Hann situr bara á kviðnum. Það var annaðhvort að vera á 35 tommu jeppa eða hafa asnast til að fara á hjólinu. Þá væri ég ekki fastur, þá væri ég kominn í þáttinn.“

Heimir auglýsti því eftir hjálp í beinni útsendingu á Bylgjunni í morgun og Helga, dyggur hlustandi, hringdi inn.

„Á ég að koma og bjarga þér?,“ sagði konan sem var heima hjá sér í náttkjólnum.

„Ég hef sko bjargað mörgum yngri manninum. Ég elska snjóinn við þessar aðstæður. Ég er hérna upp í Mosfellsbæ og er á Benz jeppa. Hann labbar yfir snjóinn.“

Hér að neðan má hlusta á innslagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×