Hólmar Örn: Góður gluggi fyrir marga til að sýna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 17:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall varnaður sem hefur spilað 12 A-landsleiki fyrir Ísland. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira