Erik Hamrén: Allir leikmennirnir hérna vilja vera þar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 23:00 Erik Hamrén valdi 23 leikmenn fyrir leikina á móti Kanada og El Salvador. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik á miðnætti í Kaliforníu þar sem liðið mætir Kanada í fyrri vináttulandsleik sínum í Bandaríkjaferð sinni. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við landsliðsþjálfarann Erik Hamrén fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni og sá seinni er á móti El Salvador á sunnudaginn. „Við stefnum á það að ná góðum úrslitum í þessum tveimur leikjum eins og við gerum í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka hluti af undirbúningi okkar fyrir umspilsleikina í mars og fyrir Evrópukeppnina í sumar,“ sagði Erik Hamrén. „Sumir af þessum leikmönnum munu verða þar og allir leikmennirnir vilja vera þar. Það er gott að hitta þessa nýju leikmenn og það er líka gott að hitta eldri leikmennina til að hefja undirbúninginn fyrir umspilið,“ sagði Erik Hamrén „Hér fæ ég tækifæri til að sjá hvað þessir nýju menn geta inn á vellinum en ég fæ einnig að sjá hvernig mann þeir hafa geyma utan vallar. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að gera það. Ungu strákarnir fá að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig hjá A-landsliðinu,“ sagði Erik Hamrén. Í leikmannahópnum eru reynslumiklir leikmenn en einnig fullt af leikmönnum úr 21 árs landsliðinu. „Þetta er einn gluggi fyrir þá til að sýna sig fyrir mér en annar gluggi fyrir þá er auðvitað hvernig þeir eru að spila með sínum félagsliðum. Hér getum við séð þá í návígi og fáum að hitta þá. Með því að fá að tala við þá þá fæ ég að kynnast persónuleika þeirra betur,“ sagði Erik Hamrén. „Það hjálpar þeim að opna gluggann fyrir sig með því að standa sig vel í þessum leikjum,“ sagði Erik Hamrén en hann er ekki tilbúinn að lofa því að allir 23 leikmennirnir fái mínútur í leikjunum. „Ég get ekki lofað því í dag því ég þarf að sjá hvernig leikirnir þróast og hvernig þeir standa sig á æfingunum og hvort einhverjir meiðast. Ég ætla samt að reyna að nota eins marga og mögulegt er,“ sagði Erik Hamrén. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira