Lífið

Heimsókn í heild sinni: Þriggja hæða höll Súsönnu í London

Stefán Árni Pálsson skrifar
Súsanna hefur komið sér vel fyrir í London.
Súsanna hefur komið sér vel fyrir í London.

Heimsókn með Sindra Sindrasyni fór af stað á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi og er hægt að sjá þáttinn í heild sinni hér á Vísi.

Í þessum fyrsta þætti bankar Sindri upp á hjá Súsönnu Heiðarsdóttur sem er hönnunarráðgjafi og hefur búið í Dulwich í London í fjölda ára.

Súsanna sem býr ásamt eiginmanni og börnum í einu af fínni hverfum Lundúna, hefur gert húsið algerlega eftir sínu höfði. Húsið er stórt, þriggja hæða einbýlishús og er vægast sagt glæsilegt.

Súsanna nýtir bæði eldri og nýja hluti á sínu heimili og hefur tekist vel til.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.