Fótbolti

Sjáðu sigurmark Hólmars í nótt og markið sem var dæmt af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson var að leika sinn þrettánda landsleik í nótt.
Hólmar Örn Eyjólfsson var að leika sinn þrettánda landsleik í nótt. Getty/Stuart Franklin

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu byrjaði nýtt landsliðsár með sigri á Kanada í vináttulandsleik í Irvine í Bandaríkjunum í nótt.

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum en þetta var hans annað mark fyrir íslenska A-landsliðið.

Hólmar skoraði markið sitt á 21. mínútu með skoti úr markteignum eftir að hornspyrna Davíðs Kristjáns Ólafssonar barst til hans af þverslánni.

Höskuldur Gunnlaugsson í fyrri hálfleik og Kristján Flóki Finnbogason í seinni hálfleik voru nálægt því að skora annað mark íslenska liðsins en Kanadamenn sóttu meira og þá sérstaklega í seinni hálfleik.

Höskuldur Gunnlaugsson var nálægt því að bæta við marki undir lok fyrri hálfleiks, en skot hans fór í utanverða stöngina og þaðan framhjá. Kristján Flóki Finnbogason var ekki langt frá því að skora seint í síðari hálfleik en skot hans var vel varið.

Íslenska liðið varðist vel með fyrirliðann Kára Árnason fremstan í flokki og íslensku strákarnir voru ávallt hættulegir í skyndisóknum. Kanadíska liðið skoraði reyndar mark í seinni hálfleiknum en það var dæmt af.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan en þar má sjá mark Hólmars, færi Höskuldar og Flóka sem og markið sem var dæmt af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×