Fótbolti

Lið frá lítilli eyju í Indlandshafi að skapa usla í franska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir leikmenn  JS Saint-Pierroise taka mynd af sér með franska bikarnum. Þeir eiga þó enn langt í land áður en þeir komast í tæri við hann.
Tveir leikmenn JS Saint-Pierroise taka mynd af sér með franska bikarnum. Þeir eiga þó enn langt í land áður en þeir komast í tæri við hann. Getty/Scoop Dyga

Áhugamannaliðið JS Saint-Pierroise er að gera flotta hluti í frönsku bikarkeppninni í fótbolta á þessu tímabili.

Liðið er komið alla leið í 32 liða úrslitin eftir að hafa unnið b-deildarliðið Niort á útivelli í síðustu umferð.

Næst mætir liðið Épinal á laugardaginn kemur og í boði er sæti í sextán liða úrslitunum.

Möguleikarnir eru fyrir hendi enda er lið Épina í National 2 deildinni sem er franska D-deildin.

 
Þetta er samt langt frá því að vera dæmigert bikarævintýri hjá litlu. Heimabær JS Saint-Pierroise er nefnilega langt í burtu frá Frakklandi.

JS Saint-Pierroise liðið kemur frá eyjunni Reunion sem er frönsku nýlenda í Indlandshafi.

Aðeins einu sinni áður hefur lið frá franskri nýlendu langt í burtu komist svo langt en það var lið ASC Le Geldar frá frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku.

Liðið þarf að ferðast í tæpa tíu þúsund kílómetra til að komast frá Reunion til Frakklands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.