Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 21:31 Frá Hafnarfjarðarhöfn nú á tíunda tímanum. Óskar Páll Elfarsson Bíll fór í höfnina við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í kvöld. Þrír voru í bílnum og hafa þeir allir verið fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Lögregla segir um að ræða „mjög alvarlegt slys“. Varðstjóri á slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að tilkynning hafi borist um málið rétt rúmlega níu í kvöld. Honum var ekki kunnugt um tildrög þess að bíllinn lenti í höfninni. Fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Þeir voru enn að störfum í höfninni um klukkan tíu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þá eru kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra einnig á vettvangi. Myndir frá vettvangi nú á tíunda tímanum sýna að mikill viðbúnaður er í höfninni og fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna að störfum. Uppfært klukkan 22:27: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var ungt fólk í bílnum. Viðbragðsaðilar hyggjast fljótlega hefjast handa við að hífa bílinn upp úr sjónum. Höfninni hefur nú verið lokað. Eftirfarandi tilkynning um málið barst frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu klukkan 22:35: Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Tilkynning um slysið barst kl. 21.07 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn en vinna á vettvangi stendur enn yfir. Þeir sem voru í bílnum voru fluttir á slysadeild en engar frekari upplýsingar um málið er hægt að veita að svo stöddu. Mikill viðbúnaður er í höfninni.Óskar Páll Elfarsson Hafnarfjörður Lögreglumál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Bíll fór í höfnina við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði í kvöld. Þrír voru í bílnum og hafa þeir allir verið fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Lögregla segir um að ræða „mjög alvarlegt slys“. Varðstjóri á slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að tilkynning hafi borist um málið rétt rúmlega níu í kvöld. Honum var ekki kunnugt um tildrög þess að bíllinn lenti í höfninni. Fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Þeir voru enn að störfum í höfninni um klukkan tíu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þá eru kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra einnig á vettvangi. Myndir frá vettvangi nú á tíunda tímanum sýna að mikill viðbúnaður er í höfninni og fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna að störfum. Uppfært klukkan 22:27: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var ungt fólk í bílnum. Viðbragðsaðilar hyggjast fljótlega hefjast handa við að hífa bílinn upp úr sjónum. Höfninni hefur nú verið lokað. Eftirfarandi tilkynning um málið barst frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu klukkan 22:35: Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Tilkynning um slysið barst kl. 21.07 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn en vinna á vettvangi stendur enn yfir. Þeir sem voru í bílnum voru fluttir á slysadeild en engar frekari upplýsingar um málið er hægt að veita að svo stöddu. Mikill viðbúnaður er í höfninni.Óskar Páll Elfarsson
Hafnarfjörður Lögreglumál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira