Sport

Í beinni í dag: Toppslagur í Garðabænum, ítalski, spænski og golf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perla Ruth Albertsdóttir og stöllur hennar í Fram fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í stórleik í Olís-deild kvenna í handbolta.
Perla Ruth Albertsdóttir og stöllur hennar í Fram fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í stórleik í Olís-deild kvenna í handbolta. vísir/daníel

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag.Olís-deild kvenna í handbolta hefst á nýjan leik í dag eftir jólafrí og verður leikur Stjörnunnar og Fram sýndur. Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 15 stig, fimm stigum á eftir Fram sem er á toppnum.Þrír leikir í ítölsku úrvalsdeildinni verða sýndir. Heitasta lið deildarinnar, Lazio, tekur m.a. á móti Sampdoria. Lazio hefur unnið tíu deildarleiki í röð.Real Madrid getur komist á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með hagstæðum úrslitum gegn Sevilla á heimavelli. Einnig verður sýnt beint frá leik Eibar og Atlético Madrid.Leeds United getur komist á toppi ensku B-deildarinnar með sigri á QPR á Loftus Road í leik sem hefst klukkan 12:30.Þá verður sýnt beint frá þremur golfmótum; Abu Dhabi HSBC Championship á Evrópumótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni og The American Express á PGA-mótaröðinni.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:

08:00 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf

12:25 QPR - Leeds, Stöð 2 Sport

13:55 Lazio - Sampdoria, Stöð 2 Sport 2

14:55 Real Madrid - Sevilla, Stöð 2 Sport

15:50 Stjarnan - Fram, Stöð 2 Sport 3

16:55 Sassuolo - Torino, Stöð 2 Sport 2

19:00 Diamond Resorts Tournament of Champions, Stöð 2 Sport 4

19:40 Napoli - Fiorentina, Stöð 2 Sport 2

19:55 Eibar - Atlético Madrid, Stöð 2 Sport

20:00 The American Express, Stöð 2 Golf

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.