Sport

Í beinni í dag: Toppslagur í Garðabænum, ítalski, spænski og golf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perla Ruth Albertsdóttir og stöllur hennar í Fram fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í stórleik í Olís-deild kvenna í handbolta.
Perla Ruth Albertsdóttir og stöllur hennar í Fram fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í stórleik í Olís-deild kvenna í handbolta. vísir/daníel

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Olís-deild kvenna í handbolta hefst á nýjan leik í dag eftir jólafrí og verður leikur Stjörnunnar og Fram sýndur. Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 15 stig, fimm stigum á eftir Fram sem er á toppnum.

Þrír leikir í ítölsku úrvalsdeildinni verða sýndir. Heitasta lið deildarinnar, Lazio, tekur m.a. á móti Sampdoria. Lazio hefur unnið tíu deildarleiki í röð.

Real Madrid getur komist á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með hagstæðum úrslitum gegn Sevilla á heimavelli. Einnig verður sýnt beint frá leik Eibar og Atlético Madrid.

Leeds United getur komist á toppi ensku B-deildarinnar með sigri á QPR á Loftus Road í leik sem hefst klukkan 12:30.

Þá verður sýnt beint frá þremur golfmótum; Abu Dhabi HSBC Championship á Evrópumótaröðinni, Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA-mótaröðinni og The American Express á PGA-mótaröðinni.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
08:00 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf
12:25 QPR - Leeds, Stöð 2 Sport
13:55 Lazio - Sampdoria, Stöð 2 Sport 2
14:55 Real Madrid - Sevilla, Stöð 2 Sport
15:50 Stjarnan - Fram, Stöð 2 Sport 3
16:55 Sassuolo - Torino, Stöð 2 Sport 2
19:00 Diamond Resorts Tournament of Champions, Stöð 2 Sport 4
19:40 Napoli - Fiorentina, Stöð 2 Sport 2
19:55 Eibar - Atlético Madrid, Stöð 2 Sport
20:00 The American Express, Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.