Varað við veðri og vatnavöxtum víða um land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 21:45 Svona er staðan í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands. Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt. Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu í kvöld, fyrst við Breiðafjörð áður en viðvörunin teygir sig yfir hálendið, Vestfirði, Norðurland vestra og eystra. Þá er einnig varað við vatnavöxtum í ám víða um land fram á mánudag þar sem hlýindi eru í kortunum. Appelsínugula viðvörunin er í fram til morguns ef undanskilið er Hálendið en þar er viðvörunin í gildi til hádegis. Gul viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu í kvöld við Faxaflóa, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Appelsínugula viðvörunin breytist svo í gula þar sem hún er í gildi, til miðnættis á morgun.Á vef Veðurstofunnar segir að við Breiðafjörð og á Vestfjörðum megi búast megi við suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Það mun blása og rigna hraustlega á morgun.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að tryggja lausamuni Svipað er uppi á teningnum á Norðurlandi öllu en þar má gera ráð fyrir sunnan stormi eða roki, 20-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll 35-45 m/s. Einnig megi búast við víðtækum samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.Nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.Þá kemur einnig fram á vef Veðurstofunnar að fram til mánudags megi búast við auknum leysingum og afrennsi, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.Þá segir einnig sé ráð fyrir hlýnandi veðri og töluverðri úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu frá því seint á laugardagskvöld fram á sunnudag. Víða líkur á vatnavöxtum Þessi mikla úrkoma og leysing muni líklega einnig valda nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegana. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og SA-landi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda.Samkvæmt rennslismælingum Veðurstofunnar má sjá að rennsli er þegar orðið mjög mikið í ám víða á landinum þar á meðal í Hvalá á Vestfjörðum, Fnjóská í Fnjóskárdal og í Jökulsá á fjöllum og í Jökulsá á dal. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. „Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt.
Veður Tengdar fréttir Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39 Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Óvissustig vegna hitabreytinga og vegalokanir á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. 18. janúar 2020 20:39
Vara við flughálku vegna væntanlegrar rigningar og hláku Gul- og appelsínugul viðvörun tekur gildi á mest öllu landinu frá klukkan 23:00 í kvöld. Stormi og hvassviðri fylgja hlýindi og úrkoma sem getur skapað varhugarverðar aðstæður. 18. janúar 2020 07:38
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15