Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:50 Í kortunum á morgun: Hvassviðri eða stormur með éljagangi. Vísir/vilehlm Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands. Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands.
Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent