Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 13:10 Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Vísir/birgir Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32
Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07