Vísbendingar um að hlaup sé hafið í Grímsvötnum Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 10:55 Lögreglustöðvum í umdæminu hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58