Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 22:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira