Innlent

Fá hálfa milljón hvor í miska­bætur í vegna LÖKE-málsins

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Gunn­ar Scheving Thor­steins­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, og fé­lagi hans fengu alls 550 þúsund krón­ur hvor í miska­bæt­ur frá rík­inu fyr­ir ólög­mæta hand­töku, hús­leit og aðrar þving­un­araðgerðir í tengslum LÖKE-málið svokallaða sem upp kom 2015.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun þar sem segir að embætti ríkislögmanns hafi gengið frá samkomulagi við Gunnar og félaga hans í júní um greiðslu miskabóta. Segir að í samkomulaginu felist ekki afstaða ríkislögmanns til lögmætis aðgerðanna.

Gunnar og tveir félagar hans voru á sínum tíma handteknir og vistaðir í fangageymslu, húsleit gerð og hald lagt á tölvu vegna gruns um að Gunnar hefði flett upp nöfnum kvenna í innra kerfi lögreglunnar, LÖKE, á árunum 2007 til 2013 og deilt upplýsingum um konurnar með félögum sínum. Mikið var fjallað um málið á sínum tíma en á endanum var ákveðið að falla frá ákæru í málinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.