Innlent

Fá hálfa milljón hvor í miska­bætur í vegna LÖKE-málsins

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Gunn­ar Scheving Thor­steins­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, og fé­lagi hans fengu alls 550 þúsund krón­ur hvor í miska­bæt­ur frá rík­inu fyr­ir ólög­mæta hand­töku, hús­leit og aðrar þving­un­araðgerðir í tengslum LÖKE-málið svokallaða sem upp kom 2015.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun þar sem segir að embætti ríkislögmanns hafi gengið frá samkomulagi við Gunnar og félaga hans í júní um greiðslu miskabóta. Segir að í samkomulaginu felist ekki afstaða ríkislögmanns til lögmætis aðgerðanna.

Gunnar og tveir félagar hans voru á sínum tíma handteknir og vistaðir í fangageymslu, húsleit gerð og hald lagt á tölvu vegna gruns um að Gunnar hefði flett upp nöfnum kvenna í innra kerfi lögreglunnar, LÖKE, á árunum 2007 til 2013 og deilt upplýsingum um konurnar með félögum sínum. Mikið var fjallað um málið á sínum tíma en á endanum var ákveðið að falla frá ákæru í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×