Innlent

Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan

Sylvía Hall skrifar
Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.
Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Vísir

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan, en þau voru notuð til þess að vinna umfjöllun í Kastljósi árið 2012 þar sem því var velt upp hvort Samherji hefði mögulega brotið gegn gjaldeyrislögum.

Þetta kemur fram á vef Stundarinnar þar sem rætt er við Guðmund.

Samherji sakaði Helga, í sérstökum vefþætti á Youtube, um að hafa falsað skýrslu Verðlagsstofu sem Helgi og Kastljós byggði umfjöllun sína á. Samherji dró jafnvel í efa að hún hafi nokkurn tímann verið gerð.

Skýrslan fjallar um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands. Guðmundur, sem sat í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, segist geta staðfest að hann fékk umrædda skýrslu frá Verðlagsstofu. Hann hafi jafnframt skrifað grein í tímarit VM sem byggði á skýrslunni þar sem fjallað var um verðmun á sjávarafla milli Íslands og annarra landa.

Helgi Seljan segist ekki hafa átt neitt við skýrsluna fyrir utan að afmá persónugreinanlegar upplýsingar sem gætu vísað til heimildarmanns hans.


Tengdar fréttir

Samherjaþátturinn birtur

Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×