Erlent

For­seta­fram­bjóðandinn flúinn til Litháen

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Svetlana Tikhanovskaya vakti gríðarlega mikla athygli í heimalandi sínu eftir að hún steig upp gegn forsetanum og bauð sig fram gegn honum í kjölfar þess að eiginmaður hennar, sem huggðist bjóða sig fram, var handtekinn.
Svetlana Tikhanovskaya vakti gríðarlega mikla athygli í heimalandi sínu eftir að hún steig upp gegn forsetanum og bauð sig fram gegn honum í kjölfar þess að eiginmaður hennar, sem huggðist bjóða sig fram, var handtekinn. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH

Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Litháen í morgun en víðtæk mótmæli standa enn yfir í heimalandi hennar vegna forsetakosninganna sem fram fóru um helgina þar sem sitjandi forseti Alexander Lúkasjenkó fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Tikhanovskaya sakar Lúkasjenkó um kosningasvik og neitar að virða niðurstöðuna. Lögregla beitti gúmmíkúlum gegn mótmælendum í nótt og að minnsta kosti einn mótmælandi lést þegar einhverskonar sprenging varð í grennd við hann. Lögreglan segir hann hafa haldið á heimatilbúinni sprengju.

Lúkasjenkó sakar stjórnarandstöðuna um að vera leppa utankomandi afla og hefur heitið því að berja alla andstöðu niður, en hann hefur verið nær einráður í landinu í aldarfjórðung.

Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna.


Tengdar fréttir

Áfram átök í Minsk

Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna.

Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli

Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða.

Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands

Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994.

Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó

Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.