Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 06:34 Lögreglan heimsótti fjórtán veitingastaði í gærkvöldi. Aðeins einn þeirra var með óviðunandi sóttvarnarráðstafanir og var skrifuð skýrsla um málið. Vísir/Vilhelm Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15
Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17