Viðskipti innlent

Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Haraldur Anton Skúlason er einn eigandi skemmtistaðarins Lebowski. Hann segist svekktur með tíðindi dagsins.
Haraldur Anton Skúlason er einn eigandi skemmtistaðarins Lebowski. Hann segist svekktur með tíðindi dagsins. STÖÐ2

Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður.

Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman.

Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin.

Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski.

„Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski.

Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum.

„Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur.

Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður

Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu.

„Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur.

Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum.

„Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
48
17.752
ORIGO
0,62
1
292
ISB
0,46
58
89.617
SIMINN
0,3
13
139.484
ICESEA
0,3
2
725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,46
24
170.268
SVN
-0,3
5
1.253
SYN
-0,25
1
598
REGINN
-0,19
1
104
FESTI
-0,12
2
20.476
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.