Fótbolti

Sjáðu mörkin úr Evrópudeildinni í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Brunos Fernandes úr vítaspyrnu skildi Manchester United og FC Kobenhavn að.
Mark Brunos Fernandes úr vítaspyrnu skildi Manchester United og FC Kobenhavn að. getty/James Williamson

Manchester United og Inter komust í kvöld í undanúrslit Evrópudeildarinnar. United sigraði FC Kobenhavn, 1-0, í Köln á meðan Inter lagði Bayer Leverkusen að velli, 2-1, í Düsseldorf.

Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins þegar United vann FCK. Markið kom úr vítaspyrnu á 95. mínútu. Anthony Martial, besti leikmaður United í leiknum, fiskaði vítið.

United fékk fjölda færa í leiknum, sérstaklega í framlengingunni, en Karl-Johan Johnsson var frábær í marki danska liðsins og varði alls þrettán skot.

Öll mörkin í leik Inter og Leverkusen komu á fyrstu 25 mínútunum. Nicola Barella og Romelu Lukaku komu Inter í 2-0 en Kai Havertz minnkaði muninn fyrir Leverkusen.

Lukaku hefur skorað í níu leikjum í Evrópudeildinni í röð sem er met. Belginn hefur alls gert 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu.

Seinni tveir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram annað kvöld. Þá mætast Wolves og Sevilla og Shakhtar Donetsk og Basel.

Mörkin úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Inter 2-1 Bayer Leverkusen
Klippa: Man. Utd. 1-0 FCK

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.