Innlent

Lagt til að Ísland rati á rauða listann í Noregi

Samúel Karl Ólason skrifar
Verði tillögur Landlæknis Noregs samþykktar munu Íslendingar þurfa í tíu daga sóttkví, fari þeir til Noregs.
Verði tillögur Landlæknis Noregs samþykktar munu Íslendingar þurfa í tíu daga sóttkví, fari þeir til Noregs. Vísir/Getty

Íslandi verður líklegast bætt á rauðan lista yfirvalda í Noregi um hvaða ríki íbúar mega heimsækja og hvaðan fólk má fljúga til Noregs, án þess að þurfa í tíu daga sóttkví. Landlæknir Noregs hefur lagt það til en auk Íslands á að bæta Póllandi, Möltu, Kýpur og Hollandi á listann.

Ekki liggur fyrir hvenær ríkisstjórn Noregs mun taka endanlega ákvörðun.

Ísland er yfir ákveðnum viðmiðum yfirvalda í Noregi þar sem miðað er við 20 smitað af hverjum hundrað þúsund íbúum. Það var eins í síðustu viku en þá var ákveðið að setja Ísland ekki á rauða listann.

Nú er nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa 25,9.

Á Möltu er nýgengi 58,6. Í Hollandi er það 32,5. 23 í Póllandi. 20,1 á Kýpur og 205,4 á Færeyjum. Nokkur héröð í Svíþjóð eru einnig á listanum auk tveggja héraða í Danmörku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.