Heimir með Suárez í sigtinu Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 10:45 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Það er ekki bara David Beckham sem hefur hug á að fá Luis Suárez frá Barcelona því úrúgvæski markahrókurinn er nú orðaður við Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í Katar. Það er Mitch Freeley, fréttamaður beIN Sports í Katar, sem greinir frá áhuga Al Arabi. Hann segir ljóst að það sé þó langur vegur á milli þess að sýna áhuga og þess að fá leikmanninn, en bendir á að annað félag í Katar, Al-Duhail, hafi haft efni á króatíska framherjanum Mario Mandzukic. Offt! Been reliably told that Al Arabi are interested in signing Luis Suarez. Although actually getting the Uruguayan would be a different matter. Would be a hell of a coup for the dream team! pic.twitter.com/agcHiJTE7B— Mitch Freeley (@mitchos) August 9, 2020 Komi Suárez til Al Arabi gæti hann orðið liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson. Samningur Arons við félagið gildir til 30. júní á næsta ári. Suárez á sömuleiðis eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en spænskir miðlar hafa þó greint frá því að spili hann að lágmarki 60% leikja á næstu leiktíð framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur greint frá því að hið nýja bandaríska félag Inter Miami, sem er að hluta í eigu Beckham, hafi þegar gert Suárez tilboð. Barcelona muni vilja losna við Suárez til að hafa efni á því að fá Lautaro Martinez frá hinu ítalska Inter liði. Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur á sinni sjöttu leiktíð með Barcelona eftir komuna frá Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni þar sem Barcelona mætir Bayern München í sannkölluðum stórleik á föstudagskvöld. Katar Spænski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Sjá meira
Það er ekki bara David Beckham sem hefur hug á að fá Luis Suárez frá Barcelona því úrúgvæski markahrókurinn er nú orðaður við Al Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í Katar. Það er Mitch Freeley, fréttamaður beIN Sports í Katar, sem greinir frá áhuga Al Arabi. Hann segir ljóst að það sé þó langur vegur á milli þess að sýna áhuga og þess að fá leikmanninn, en bendir á að annað félag í Katar, Al-Duhail, hafi haft efni á króatíska framherjanum Mario Mandzukic. Offt! Been reliably told that Al Arabi are interested in signing Luis Suarez. Although actually getting the Uruguayan would be a different matter. Would be a hell of a coup for the dream team! pic.twitter.com/agcHiJTE7B— Mitch Freeley (@mitchos) August 9, 2020 Komi Suárez til Al Arabi gæti hann orðið liðsfélagi Arons Einars Gunnarsson. Samningur Arons við félagið gildir til 30. júní á næsta ári. Suárez á sömuleiðis eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en spænskir miðlar hafa þó greint frá því að spili hann að lágmarki 60% leikja á næstu leiktíð framlengist samningurinn sjálfkrafa um eitt ár. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur greint frá því að hið nýja bandaríska félag Inter Miami, sem er að hluta í eigu Beckham, hafi þegar gert Suárez tilboð. Barcelona muni vilja losna við Suárez til að hafa efni á því að fá Lautaro Martinez frá hinu ítalska Inter liði. Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur á sinni sjöttu leiktíð með Barcelona eftir komuna frá Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni þar sem Barcelona mætir Bayern München í sannkölluðum stórleik á föstudagskvöld.
Katar Spænski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Sjá meira