Fótbolti

Bauð leik­mönnunum bónus þjálfarans ef þeir slá út Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle í stuði.
Ståle í stuði. vísir/getty

Ståle Solbakken, þjálfari FCK, hefur boðið leikmönnum sínum sinn eigin bónus takist þeim að slá út Manchester United.

FCK og Manchester United mætast í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Köln í kvöld en allar líkur eru á að enska stórliðið klári Danina.

„Ef þið vinnið Manchester United þá fái þið minn bónus og þurfið ekki að hafa áhyggjur restina af ævinni,“ sagði Norðmaðurinn í léttum tón í búningsklefanum eftir 3-0 sigurinn á Istanbul Basaksehir sem tryggði FCK í 8-liða úrslitin.

Hann var einnig á léttu nótunum er hann ræddi við blaðamenn í Þýskalandi í gær og sagði að það væri ekki líklegt að hans menn myndu vinna United.

„Þú ættir ekki að setja húsið undir á sigur okkar,“ sagði Solbakken.

„Til þess að komast áfram þurfum við að spila fullkomnan leik. Við þurfum einnig heppni og að United spili ekki á alla sína strengi.“

„Við þurfum að spila fullkominn varnarleik og nýta þessa fáu tækifæri sem við munum fá. Möguleikarnir eru ekki frábærir en það er okkur i hag að þetta séu 90 mínútur en ekki 180,“ sagði Solbakken.

Leikur FCK og Man. United hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×