Erlent

Fjöl­miðla­mógúll hand­tekinn í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jimmy Lai hefur verið gagnrýninn á yfirvöld og tók meðal annars þátt í mótmælunum í vor.
Jimmy Lai hefur verið gagnrýninn á yfirvöld og tók meðal annars þátt í mótmælunum í vor. Vísir/Getty

Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt.

Lai, sem er breskur ríkisborgari, hefur verið afar gagnrýninn á yfirvöld í Hong Kong og í Kína og þá þróun sem átt hefur sér stað síðustu misserin þar sem Kínverjar hafa seilst til æ meiri valda í sjálfstjórnarhéraðinu.

Lai var handtekinn á grundvelli nýrra öryggislaga sem samþykkt voru á dögunum og sakaður um að vinna með erlendum öflum. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu en á yfir höfði sér ákæru.

Ríkisfjölmiðillinn Global Times kallar Lai stuðningsmann óeirðasegg og að miðlar hans hafi alið á hatri í garð Kínverja, dreift gróusögum og grafið undan lögmætum stjórnvöldum í Hong Kong og í Kína um árabil.

Synir hans tveir og tveir af æðstu stjórnendum fjölmiðlaveldisins voru einnig handteknir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×