Erlent

Fjöl­miðla­mógúll hand­tekinn í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jimmy Lai hefur verið gagnrýninn á yfirvöld og tók meðal annars þátt í mótmælunum í vor.
Jimmy Lai hefur verið gagnrýninn á yfirvöld og tók meðal annars þátt í mótmælunum í vor. Vísir/Getty

Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt.

Lai, sem er breskur ríkisborgari, hefur verið afar gagnrýninn á yfirvöld í Hong Kong og í Kína og þá þróun sem átt hefur sér stað síðustu misserin þar sem Kínverjar hafa seilst til æ meiri valda í sjálfstjórnarhéraðinu.

Lai var handtekinn á grundvelli nýrra öryggislaga sem samþykkt voru á dögunum og sakaður um að vinna með erlendum öflum. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu en á yfir höfði sér ákæru.

Ríkisfjölmiðillinn Global Times kallar Lai stuðningsmann óeirðasegg og að miðlar hans hafi alið á hatri í garð Kínverja, dreift gróusögum og grafið undan lögmætum stjórnvöldum í Hong Kong og í Kína um árabil.

Synir hans tveir og tveir af æðstu stjórnendum fjölmiðlaveldisins voru einnig handteknir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.