„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:27 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, mælir með notkun gríma til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg til að minnka áhættuna á smiti og ef meirihluti einstaklinga í lokuðu rými sé með grímur sé hugsanlega hægt að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það hafa verið fráleita tilhugsun fyrir nokkrum vikum og mánuðum að buff eða bómullargrímur gætu skilað árangri. Það virðist hins vegar skipta máli og þegar smit er komið inn í samfélagið geti það haft mikil áhrif. „Manni fannst fráleitt þegar var verið að tala hérna um buff eða bómullargrímur, maður bara svolítið hló að því fyrir nokkrum mánuðum, en þetta virðist skipta máli og þegar við erum bara komin á þetta stig að veiran er komin aftur inn í samfélagið þá held ég að við sem heilbrigðisstarfsmenn myndum vilja gera allt til að vernda einstaklingana,“ segir Bryndís í vikulokunum á Rás 1 í morgun. Henni hafi þótt það fráleit hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að Íslendingar færu að ganga um með grímur eða fara út í búð með grímur. „Eins og við kannski munum voru bæði CDC (sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna) og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) sem mæltu með í mars og apríl almennri grímunotkun.“ Grímur minnki útbreiðslu veirunnar Ástæða þess að fólk hafi ekki notað grímur í upphafi sé að hluta til að almennur skortur var á grímum og áhyggjur hafi verið uppi að heilbrigðisstarfsfólk hafði jafnvel ekki nægilegan aðgang að grímum. Þá séu einnig tvær tegundir af grímum sem hægt hafi verið að nota. Það væru skurðstofugrímur, sem fást í flestum lyfjaverslunum, og veirugrímur, sem eru mun þéttari og eru notaðar þegar berklasjúklingum, sjúklingum með hlaupabólu og sjúklingum með mislinga er sinnt. „Þær eru ekki fyrir almenning enda engin þörf á þeim fyrir almenning, en það sem við erum að tala um eru þessar almennu skurðstofugrímur. Þegar maður var að skoða þessar upplýsingar enn og aftur í vor, vitandi þá það sem maður vissi um veiruna, og það er alveg ljóst að við vitum meira nú og þessi veira hún er ekki að hegða sér eins og aðrar veirur,“ segir Bryndís. Nú þurfi að grípa til hvaða aðgerða sem er til að minnka útbreiðsluna. „Þá er talið að þessar venjulegu, hefðbundnu skurðstofugrímur sem eru bara lausar að þær hjálpi við að minnka útbreiðslu veirunnar. Þannig að það er ekki hundrað prósent en það er enginn að tala um hundrað prósent, við vitum að við hundrað prósent losnum ekki við veiruna.“ „Hugmyndin er sú og upplýsingar sýna að með því að minnka veirumagn sem sýktur smitar frá sér miðað við það sem ekki smitaður andar að sér þá getum við minnkað magn veikindanna en hugsanlega getur sá einstaklingur líka myndað mótefni þannig að við aukum einkennalaust smit,“ segir Bryndís. Fólk þurfi einnig að meta aðstæðurnar hvar grímunotkun sé nauðsynleg, það sé til að mynda ekki nauðsynlegt að vera með grímu þegar fólk er úti að ganga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 „Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg til að minnka áhættuna á smiti og ef meirihluti einstaklinga í lokuðu rými sé með grímur sé hugsanlega hægt að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir það hafa verið fráleita tilhugsun fyrir nokkrum vikum og mánuðum að buff eða bómullargrímur gætu skilað árangri. Það virðist hins vegar skipta máli og þegar smit er komið inn í samfélagið geti það haft mikil áhrif. „Manni fannst fráleitt þegar var verið að tala hérna um buff eða bómullargrímur, maður bara svolítið hló að því fyrir nokkrum mánuðum, en þetta virðist skipta máli og þegar við erum bara komin á þetta stig að veiran er komin aftur inn í samfélagið þá held ég að við sem heilbrigðisstarfsmenn myndum vilja gera allt til að vernda einstaklingana,“ segir Bryndís í vikulokunum á Rás 1 í morgun. Henni hafi þótt það fráleit hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að Íslendingar færu að ganga um með grímur eða fara út í búð með grímur. „Eins og við kannski munum voru bæði CDC (sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna) og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) sem mæltu með í mars og apríl almennri grímunotkun.“ Grímur minnki útbreiðslu veirunnar Ástæða þess að fólk hafi ekki notað grímur í upphafi sé að hluta til að almennur skortur var á grímum og áhyggjur hafi verið uppi að heilbrigðisstarfsfólk hafði jafnvel ekki nægilegan aðgang að grímum. Þá séu einnig tvær tegundir af grímum sem hægt hafi verið að nota. Það væru skurðstofugrímur, sem fást í flestum lyfjaverslunum, og veirugrímur, sem eru mun þéttari og eru notaðar þegar berklasjúklingum, sjúklingum með hlaupabólu og sjúklingum með mislinga er sinnt. „Þær eru ekki fyrir almenning enda engin þörf á þeim fyrir almenning, en það sem við erum að tala um eru þessar almennu skurðstofugrímur. Þegar maður var að skoða þessar upplýsingar enn og aftur í vor, vitandi þá það sem maður vissi um veiruna, og það er alveg ljóst að við vitum meira nú og þessi veira hún er ekki að hegða sér eins og aðrar veirur,“ segir Bryndís. Nú þurfi að grípa til hvaða aðgerða sem er til að minnka útbreiðsluna. „Þá er talið að þessar venjulegu, hefðbundnu skurðstofugrímur sem eru bara lausar að þær hjálpi við að minnka útbreiðslu veirunnar. Þannig að það er ekki hundrað prósent en það er enginn að tala um hundrað prósent, við vitum að við hundrað prósent losnum ekki við veiruna.“ „Hugmyndin er sú og upplýsingar sýna að með því að minnka veirumagn sem sýktur smitar frá sér miðað við það sem ekki smitaður andar að sér þá getum við minnkað magn veikindanna en hugsanlega getur sá einstaklingur líka myndað mótefni þannig að við aukum einkennalaust smit,“ segir Bryndís. Fólk þurfi einnig að meta aðstæðurnar hvar grímunotkun sé nauðsynleg, það sé til að mynda ekki nauðsynlegt að vera með grímu þegar fólk er úti að ganga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 „Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30
„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. 6. ágúst 2020 22:00
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58