„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 11:30 Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið. Getty Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni.
Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu).
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira