Innlent

Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Siglufirði. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði.
Frá Siglufirði. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að tíu mínútum síðar, eða klukkan 3:52, hafi orðið annar skjálfti á svipuðum slóðum, 3,7 að stærð.

„Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Rúmlega 40 smáskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Þetta er stærsti skjálfti á svæðinu frá 19. júlí, en þá varð skjálfti af stærðinni 4,4.

Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á þessu svæði frá því í júní og eru þessi skjálftar hluti af þeirri virkni,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.