Innlent

Kórónu­veiru­smit hjá Sam­göngu­stofu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 
Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 

Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. Þetta staðfestir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri stofnunarinnar, í samtali við Vísi. Einhverjir starfsmenn stofnunarinnar eru nú í úrvinnslusóttkví, en hún segir lán í óláni að fámennt sé á Samgöngustofu um þessar mundir vegna sumarleyfa.

Þórhildur segir smitið hafa greinst í gærkvöldi. Hún segir að þegar tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana og áætlun stofnunarinnar frá því faraldurinn stóð sem hæst í vor tekin í gagnið. Þá segir hún allar áætlanir miða að því að sem minnst röskun verði á starfsemi Samgöngustofu.

Þá segir hún enga starfsmenn stofnunarinna hafa verið senda í sóttkví af smitrakningarteymi Almannavarna enn sem komið er. Starfsfólk sem gæti hafa verið í sambandi hefur þó ekki mætt til vinnu síðan viðkomandi greindist.

„Nema það sem kallast úrvinnslusóttkví, á meðan ekki er komin niðurstaða um hvort einhver þarf að fara í sóttkví.“

Hún segir það lán í óláni hversu fámennt sé á stofnuninni þessa dagana.

„Það vill svo heppilega til í þessu óláni að það eru margir í sumarfríi. Það má segja að það hjálpi okkur aðeins,“ segir Þórhildur og bætir við að mun fleiri væru við vinnu hjá stofnunninni þegar mest lætur.


Tengdar fréttir

„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir stöðuna grafalvarlega. Veiran sé komin aftur af stað og búið sé að sannast að dagurinn í dag sé sá stærsti síðan í apríl hvað innanlandssmit varði. Fólki sé mjög brugðið. 

Ísland komið á rauða lista Eistlands og Lettlands

Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands og Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.