Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:06 Áslaug Arna segir að lausnir séu í sjónmáli í máli Ólafs Helga og að fregna megi vænta frá ráðuneytinu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12
„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02