Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:06 Áslaug Arna segir að lausnir séu í sjónmáli í máli Ólafs Helga og að fregna megi vænta frá ráðuneytinu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12
„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02