Innlent

Banda­rískur karl­maður dæmdur fyrir brot gegn þremur drengjum

Sylvía Hall skrifar
Dómur var kveðinn upp í síðasta mánuði.
Dómur var kveðinn upp í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. Maðurinn, sem er bandarískur, hafði ekki fasta búsetu hér á landi en hafði setið í varðhaldi síðan í lok janúar og dregst gæsluvarðhald frá refsingunni.

Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn var sakfelldur fyrir öll brotin og dæmdur til greiðslu miskabóta, en hann hafði játað hluta brotanna við þingfestingu í maí.

Rannsókn lögreglu var umfangsmikil og naut hún meðal annars aðstoðar erlendra lögregluyfirvalda.

Maðurinn var mislengi í samskiptum við drengina. Hann setti sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóttist vera ellefu ára gömul stúlka. Í framhaldinu var hann í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögregla yfir samskiptin.

Í ákæru á hendur manninum kom einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins.


Tengdar fréttir

Áfram í haldi grunaður um brot gegn drengjum

Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×