Erlent

Ítalir hóta að banna Ryanair vegna meintra brota á sóttvarnareglum

Andri Eysteinsson skrifar
Ryanair hefur hafnað ásökunum ENAC
Ryanair hefur hafnað ásökunum ENAC Getty/NurPhoto

Ítölsk flugmálayfirvöld, ENAC, hafa hótað að banna flugvélum Ryanair að fljúga um ítalska lofthelgi og segja írska flugfélagið þráast við að fylgja reglum sem settar voru til að takast á við faraldur kórónuveirunnar.

ENAC hefur sakað flugfélagið um að brjóta endurtekið gegn COVID-19 tilmælum sem ítalska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað til þess að vernda flugfarþega. Haldi félagið óbreyttri stefnu muni því vera bannað að fljúga bæði til og frá Ítalíu. Guardian greinir frá.

Flugfélagið Ryanair, höfuðstöðvar hvers eru í Dublin á Írlandi, flýgur til 29 flugvalla á Ítalíu og myndi bann við komum til Ítalíu því vera talsvert högg fyrir félagið sem líkt og önnur flugfélög hafa átt erfitt uppdráttar vegna faraldursins.

Farþegar Ryanair á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 35% færri en á sama tíma í fyrra og í júlí voru farþegar 4,4 milljónir talsins er það 70% fækkun frá júlí 2019.

Farþegum flugfélaga sem fljúga til og frá Ítalíu er skylt samkvæmt tilmælum ítalskra yfirvalda að klæðast andlitsgrímu og segir ENAC að Ryanair uppfylli ekki skilyrðin.

Flugfélagið hafnar þó þeim ásökunum og segir í yfirlýsingu að tilmælum sem fylgt í hvívetna og til að mynda sé forðast óþarfa hópmyndun farþega með breyttum verkferlum þegar farþegar stíga um borð og þá sé grímuskylda í hávegum höfð hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.