Innlent

Starfs­maður Lands­nets við góða heilsu og kominn af sjúkra­húsi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmaður Landsnets sem fluttur var á sjúkrahús í gær eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum er við góða heilsu og er kominn heim af sjúkrahúsi.
Starfsmaður Landsnets sem fluttur var á sjúkrahús í gær eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum er við góða heilsu og er kominn heim af sjúkrahúsi. Facebook/Landsnet

Starfsmaður Landsnets sem fluttur var á sjúkrahús í gær eftir að skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum er við góða heilsu og er kominn heim af sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Landsnets.

Útleysing spennis í tengivirkinu á Rangárvöllum olli víðtæku rafmagnsleysi í Eyjafirði um hádegi í gær og sagði Einar Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Landsneti, að spennirinn hafi leyst út þegar starfsmaðurinn var við vinnu í tengivirkinu.

Ekki urðu skemmdir á búnaði í tengivirkinu og strax í gær lauk hreinsun og viðgerð. Þegar hefur úttekt á atvikinu verið hafin og munu, að sögn Landsnets, ráðstafanir verða gerðar til að koma í veg fyrir atvik eins og þetta.


Tengdar fréttir

Rafmagn komið aftur á í Eyjafirði

Tekist hefur að koma rafmagni á til allra notenda sem urðu fyrir truflun eftir að útleysing spennis í tengivirkinu á Rangárvöllum olli rafmagnsleysi í Eyjafirði

Rafmagnslaust á Akureyri og víðar

Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík og nágrenni eftir útleysingu spennis í tengivirkinu á Rangarávöllum fyrr í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.