Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 15:50 Þrífa þurfti upp blóð og 25 sprautunálar. Facebook Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira