Hraðatakmarkanir ekki virtar á götum með nýlögðu malbiki Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. ágúst 2020 14:05 Slíka vegarkafla má meðal annars finna á Miklubraut. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu
Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira