Innlent

Um­ferð á höfuð­borgar­svæðinu dregst saman

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur dregist saman milli ára.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur dregist saman milli ára. Vísir/Vilhelm

Umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman um 3,4 prósent milli áranna 2019 og 2020. Umferð á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum hefur þá dregist saman um 8,9 prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Mesti samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu í júlí milli ára mældist á Hafnarfjarðarvegi. Þar dróst umferð saman um 8,9 prósent. Minnstur var samdrátturinn um mælisnið Vegagerðarinnar á Rekjanesbraut, eða 0,7 prósent. Reykjanesbrautin mælist umferðarmeiri en Hringvegurinn og Reykjanesbraut.

Eins og áður sagði hefur umferð á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 8,9 prósent frá síðastliðnum áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Það er þrisvar sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu. Þessi samdráttarsveifla hefur ekki verið rannsakað, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar, en sú tilgáta er sett fram að mögulega skýrist hún af því að Íslendingar haldi í meira mæli út á Hringveg en á „venjulegu ári,“ eins og það er orðað. Þar er vísað til þess ástands sem skapast hefur í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins.

Sé umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí milli ára skoðuð eftir vikudögum kemur í ljós að hún dróst saman alla dagana. Minnst dróst hún saman á mánudögum en mest á föstudögum. Minnst var ekið á sunnudögum en mest á fimmtudögum.

„Nú þegar um 60% er liðið af árinu 2020 lítur út fyrir að umferðin geti dregist saman um 8% á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er búist við að umferð aukist í neinum mánuði, sem eftir er ársins. Það verður hins vegar mjög fróðlegt að sjá hvernig umferðin verður í haust en september hefur gjarnan verið umferðarmestur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir þá í tilkynningu Vegagerðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.