Hin 16 ára Amanda skrifaði undir hjá Nordsjælland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 22:30 Amanda Andradóttir mun leika með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Vísir/Nordsjælland Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira
Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira