Innlent

Mánaða­mótin komu betur út hjá Vinnu­mála­stofnun en búist var við

Andri Eysteinsson skrifar
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun um mánaðamótin.
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun um mánaðamótin. Vísir/Vilhelm

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við.

Tvær hópuppsagnir höfðu borist síðasta föstudag þar sem alls var 49 manns sótt upp. Unnur segir að einnig hafi borist tilkynning um stóra hópuppsögn hjá Póstdreifingu en þar er að mestu um að ræða endurskipulagningu reksturs. Þar sé búist við því að langflestir starfsmenn verði ráðnir til baka.

„Þessi mánaðamót komu betur út en við bjuggumst við. Það bárust færri umsóknir í júlí en við áttum von á og atvinnuástandið hefur verið með þokkalegu móti í júlí,“ sagði Unnur í samtali við Vísi.

Þróun atvinnuleysis á landinu er þá betri en Vinnumálastofnun bjóst við. „Við erum á sama stað í júlí og í júní. Í kringum 7,4% samtals atvinnuleysis og við eigum ekki von á því að það hækki fyrr en um næstu mánaðamót en við vonum það besta,“ sagði Unnur.

Þrátt staðan sé betri en búist var við er hún allt önnur en á sama tíma í fyrra. „Við vorum á miklu betri stað í fyrra. Þá vorum við ekki nándar nærri jafn mikið atvinnuleysi og í dag. Þá vorum við enn að glíma við WOW og einhver samdráttur var hafinn en það var ekkert í líkingu við þetta,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×