Innlent

Vona að rannsókn lögreglu beri árangur

Sylvía Hall skrifar
Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun.
Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Facebook

Enn er leitað að Konráði Hrafnkelssyni, 27 ára Íslendingi sem búsettur er í Belgíu. Konráðs hefur verið saknað síðan á fimmtudag.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Konráðs kemur fram að lögregluyfirvöld á Íslandi og í Belgíu séu að vinna í málinu og þau bindi vonir við að sú vinna fari að skila árangri. Þangað til munu aðstandendur hans lýsa eftir honum á samfélagsmiðlum og víða í Belgíu.

Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Konráðs geta haft samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800 eða fjölskyldu hans í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com.


Tengdar fréttir

Leitað að Íslendingi í Brussel

Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar, 27 ára gamals Íslendings í Brussel, frá því á fimmtudagsmorgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.