Innlent

Enginn smitaður í skimuninni á Akranesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm

Enginn af þeim 612 sem skimaðir voru fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag reyndist smitaður. Þetta staðfestir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Ríkisútvarpið nú á elllefta tímanum. Öllum sem tóku þátt í skimuninni verði greint frá niðurstöðum sínum á morgun.

Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið.

Skimun hófst á Akranesi, þar sem upp kom hópsýking fyrir skömmu, klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi í dag sögðu það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu.


Tengdar fréttir

Skima allt að sex hundruð Skaga­menn

Skagamenn hafa sýnt skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi mikinn áhuga og er búist við því að allt að sex hundruð fari í skimun í dag.

Fullt í skimun á Akra­nesi

Góð viðbrögð Skagamanna við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni eru ástæða þess að þeir skimunartímar sem í boði voru fylltust fljótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.