Innlent

Enginn smitaður í skimuninni á Akranesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm

Enginn af þeim 612 sem skimaðir voru fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag reyndist smitaður. Þetta staðfestir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Ríkisútvarpið nú á elllefta tímanum. Öllum sem tóku þátt í skimuninni verði greint frá niðurstöðum sínum á morgun.

Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið.

Skimun hófst á Akranesi, þar sem upp kom hópsýking fyrir skömmu, klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi í dag sögðu það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu.


Tengdar fréttir

Skima allt að sex hundruð Skaga­menn

Skagamenn hafa sýnt skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi mikinn áhuga og er búist við því að allt að sex hundruð fari í skimun í dag.

Fullt í skimun á Akra­nesi

Góð viðbrögð Skagamanna við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni eru ástæða þess að þeir skimunartímar sem í boði voru fylltust fljótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×