Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:12 Dzhokhar Tsarnaev var um tvítugt þegar hann og eldri bróðir hans sprengdu tvær sprengjur við endamark Boston-maraþonsins árið 2013. Hann er nú 27 ára gamall. AP/Bandaríska alríkislögreglan FBI Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Rétta þarf aftur til að ákvarða refsingu Tsarnaev eftir að þrír dómarar við alríkisdómstól ógiltu dauðadóminn sem hann hlaut árið 2015. Töldu þeir að aldrei hefði átt að rétta í málinu í Boston á sínum tíma. Jafnvel þó að Tsarnaev verði ekki dæmdur til dauða mun hann sæta lífstíðarfangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þeir eru nú sagðir ráða ráðum sínum um hvernig þeir bregðast við. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamar maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Saksóknarar héldu því fram að bræðurnir hefðu framið árásirnar til þess að refsa Bandaríkjunum fyrir stríðsrekstur sinn í múslimalöndum. Bræðurnir eru af tsjétsjénskum ættum. Verjendur Dzhokhar viðurkenndu að bræðurnir hefðu sprengt sprengjurnar en héldu því fram að taka ætti vægar á yngri bróðurnum því að sá eldri hefði verið heilinn á bak við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði Tsarnaev meðal annars „skepnu“. Kallaði hann úrskurðinn „fáránlegan“. Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Rétta þarf aftur til að ákvarða refsingu Tsarnaev eftir að þrír dómarar við alríkisdómstól ógiltu dauðadóminn sem hann hlaut árið 2015. Töldu þeir að aldrei hefði átt að rétta í málinu í Boston á sínum tíma. Jafnvel þó að Tsarnaev verði ekki dæmdur til dauða mun hann sæta lífstíðarfangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þeir eru nú sagðir ráða ráðum sínum um hvernig þeir bregðast við. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamar maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Saksóknarar héldu því fram að bræðurnir hefðu framið árásirnar til þess að refsa Bandaríkjunum fyrir stríðsrekstur sinn í múslimalöndum. Bræðurnir eru af tsjétsjénskum ættum. Verjendur Dzhokhar viðurkenndu að bræðurnir hefðu sprengt sprengjurnar en héldu því fram að taka ætti vægar á yngri bróðurnum því að sá eldri hefði verið heilinn á bak við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði Tsarnaev meðal annars „skepnu“. Kallaði hann úrskurðinn „fáránlegan“.
Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira