Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:12 Dzhokhar Tsarnaev var um tvítugt þegar hann og eldri bróðir hans sprengdu tvær sprengjur við endamark Boston-maraþonsins árið 2013. Hann er nú 27 ára gamall. AP/Bandaríska alríkislögreglan FBI Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Rétta þarf aftur til að ákvarða refsingu Tsarnaev eftir að þrír dómarar við alríkisdómstól ógiltu dauðadóminn sem hann hlaut árið 2015. Töldu þeir að aldrei hefði átt að rétta í málinu í Boston á sínum tíma. Jafnvel þó að Tsarnaev verði ekki dæmdur til dauða mun hann sæta lífstíðarfangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þeir eru nú sagðir ráða ráðum sínum um hvernig þeir bregðast við. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamar maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Saksóknarar héldu því fram að bræðurnir hefðu framið árásirnar til þess að refsa Bandaríkjunum fyrir stríðsrekstur sinn í múslimalöndum. Bræðurnir eru af tsjétsjénskum ættum. Verjendur Dzhokhar viðurkenndu að bræðurnir hefðu sprengt sprengjurnar en héldu því fram að taka ætti vægar á yngri bróðurnum því að sá eldri hefði verið heilinn á bak við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði Tsarnaev meðal annars „skepnu“. Kallaði hann úrskurðinn „fáránlegan“. Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Rétta þarf aftur til að ákvarða refsingu Tsarnaev eftir að þrír dómarar við alríkisdómstól ógiltu dauðadóminn sem hann hlaut árið 2015. Töldu þeir að aldrei hefði átt að rétta í málinu í Boston á sínum tíma. Jafnvel þó að Tsarnaev verði ekki dæmdur til dauða mun hann sæta lífstíðarfangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þeir eru nú sagðir ráða ráðum sínum um hvernig þeir bregðast við. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamar maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Saksóknarar héldu því fram að bræðurnir hefðu framið árásirnar til þess að refsa Bandaríkjunum fyrir stríðsrekstur sinn í múslimalöndum. Bræðurnir eru af tsjétsjénskum ættum. Verjendur Dzhokhar viðurkenndu að bræðurnir hefðu sprengt sprengjurnar en héldu því fram að taka ætti vægar á yngri bróðurnum því að sá eldri hefði verið heilinn á bak við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi úrskurðinn í gær og kallaði Tsarnaev meðal annars „skepnu“. Kallaði hann úrskurðinn „fáránlegan“.
Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira