Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir aðra hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissini, Ölmu Möller og Óskari Reykdalssyni á fundi dagsins. Vísir/Arnar Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira