Lífið

Búðu til þína eigin grímu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það getur verið nokkuð auðvelt að útbúa eigin öryggisgrímu.
Það getur verið nokkuð auðvelt að útbúa eigin öryggisgrímu.

Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu í gær. Heildsalan Kemí seldi til að mynda 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu.

Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks.

Grímunotkun hefur verið fyrirferðamikil erlendis síðustu mánuði en mun minna hér á landi. Víða erlendis ber fólk fjölnota heimatilbúnar grímur en til þess að suma slíkan búnað þarf að fara eftir mikilvægum leiðbeiningum. Það er síðan mælst til þess að þvo grímurnar á hverjum einasta degi.

Í gær benti fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á að það væri einkennilegt að skylda fólk til að vera með einnota grímur í strætó sem kosta 500 krónur stykkið. Það væri eins og hundrað prósent hækkun á gjaldinu. 

Gunnar Marel svarar honum á Twitter og bendir á að það sé vel hægt að útbúa sína eigin heimatilbúnu grímu með skýrum leiðbeiningum sem finna má hér.

Hér að neðan má sjá skýringarmyndband sem heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu út 3. apríl á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×