Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 22:00 Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er gríman óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Vísir/Getty Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira