Lífið

Þóttist vera rotaður við hlið golfkúlunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur stórbrotið myndband. 
Heldur betur stórbrotið myndband. 

Sumir eiga heima mjög nálægt golfvöllum og hafa eflaust oft lent í því að fá golfkúlu inni í garðinn hjá sér.

Það gerðist til að mynda hjá þessu manni sem ákvað að hrekkja golfarann. Hann lagðist við hlið kúlunnar og þóttist vera rotaður þegar að maðurinn kom að leita af kúlunni.

Dóttir hans náði atvikinu á myndband sem gengur nú eins og eldur í sinu um netheima.

Fljótlega „rankar“ maðurinn við sér og kastar kúlunni til golfarans og á sama tíma hreinlega grenjar dóttirin úr hlátri inni í húsinu. ESPN birtir myndbandið á Twitter-síðu sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.